EN

Aflýst: Gleðistund Sinfóníunnar

Tónleikunum hefur verið aflýst

Dagsetning Staðsetning Verð
25. sep. 2020 » 17:30 - 18:30 » Föstudagur 1. hæð Hörpu Aflýst
  • Efnisskrá

    William Byrd The earl of Oxford’s march
    Johann Sebastian Bach Wachet auf
    Richard Strauss Fanfare für die Stadt Wien
    Giovanni Gabrieli Canzon per suonar duodecimi toni
    Giovanni Gabrieli Canzon per sonar septimi toni
    Giovanni Gabrieli Alla battaglia
    Hans Leo Hassler Lied
    Edward Elgar Nimrod úr Enigma-tilbrigðunum
    George Gerswin I got rhythm
    Irving Berlin Puttin' On the Ritz

  • Flytjendur

    Málmblásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Gleðistundinni verið aflýst.

Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða upp á sannkallaða gleðistund á fyrstu hæð Hörpu kl. 17:30 á föstudögum í september þar sem flutt verður fjölbreytt og skemmtileg kammertónlist.

Á þessari þriðju Gleðistund Sinfóníuhljómsveitar Íslands leika málmblásarar úr hljómsveitinni verk eftir Gabrieli, Bach, Byrd, Strauss, Hazell og Gershwin. Blásarasveitina skipa Asbjørn Ibsen Bruun, Emil Friðfinnsson, Frank Hammarin og Stefán Jón Bernharðsson á horn, Einar Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Guðmundur Hafsteinsson og Stefano Flaibani á trompet, Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergsson á básúnu, David Bobroff á bassabásúna, Nomrod Ron á túbu og Frank Aarnik á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Joseph Ognibene.

Á meðan hefðbundið tónleikahald getur ekki farið fram býður hljómsveitin upp á sérsniðna dagskrá í september með þrennum kammertónleikum og fernum sjónvarpstónleikum í Eldborg sem sendir eru út á RÚV. Kammertónleikarnir eru haldnir á 1. hæð í Hörpu þar sem hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar flytja fjölbreytta kammertónlist. Hér getur þú lesið nánar um alla kammertónleika hljómsveitarinnar í september.

Veitingastaðurinn opnar kl. 16:30 en þar verður hægt að kaupa léttar veitingar og tapas-disk. Komdu og njóttu tónlistarinnar í fallegu og rólegu umhverfi. Tónleikarnir eru ókeypis.

Nánar um allar Gleðistundir Sinfóníunnar í september.