EN

Hringla/Bára Gísladóttir

Hádegistónleikar á Myrkum músíkdögum

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
27. jan. 2023 » 12:15 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 1900 kr.
 • Efnisskrá

  Bára Gísladóttir her palms faced down forever after
  Bára Gísladóttir VAPE
  Bára Gísladóttir Hringla

 • Hljómsveitarstjóri

  Nathanaël Iselin

 • Einleikari

  Bára Gísladóttir

Bára Gísladóttir hefur vakið verulega athygli undanfarin ár fyrir frumlegar tónsmíðar sínar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars hlaut hún nýverið þriggja ára tónsmíðastyrk danska ríkisins. Hugmyndin að verkinu VAPE spratt út frá árás sem fimm menn gerðu með taugagasinu sarin í neðanjarðarlestarkerfi Tókýó-borgar árið 1995, og er hljómsveitinni skipt í fimm hópa. Frá því að verkið var frumflutt árið 2016 hefur það farið víða, var meðal annars flutt á opnunarhátíð hinnar víðfrægu tónlistarhátíðar í Darmstadt í Þýskalandi.

Hringla er verk fyrir hljómsveit, rafmagnaðan kontrabassa og rafhljóð sem Bára frumflutti sjálf ásamt Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar í febrúar 2022, sem nýr vinningshafi Gladsaxe-tónlistarverðlaunanna. Tónlistin skírskotar til margræðninnar í titli verksins, sem bæði getur merkt skrölt og glamur eða óstöðuglyndi og óákveðni. 

*Tónleikunum lýkur kl. 13:00 og eru án hlés. 

Sækja tónleikaskrá