EN

Inferno

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
16. jan. 2025 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 9.800 kr
Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Daníel Bjarnason Inferno, slagverkskonsert
  Daníel Bjarnason A Fragile Hope
  Pjotr Tsjajkovskíj Francesca da Rimini

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einleikari

  Vivi Vassileva

Daníel Bjarnason hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands í rúman áratug, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld. Hann var staðarlistamaður á árunum 2015—2018 og aðalgestastjórnandi árin 2019—2021, en starfar nú með sveitinni sem listamaður í samstarfi. Tónsmíðar Daníels hafa vakið mikla athygli víða um heim og fáum við á þessum tónleikum að hlýða á Íslandsfrumflutning á slagverkskonsertinum Inferno. Konsertinn var pantaður af Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg, þar sem verkið var frumflutt árið 2023. Einleikari kvöldsins er slagverksstjarnan Vivi Vassileva sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og kemur fram sem einleikari með helstu hljómsveitum víða um heim.

Eins og slagverkskonsertinn Inferno, sem vísar beint til vítisloga með nafni sínu, tengist seinni hluti efnisskrárinnar einnig undirdjúpum og undirheimum í ýmsum skilningi. Fyrst eftir hlé hljómar verk Daníels Bjarnasonar, A Fragile Hope, sem frumflutt var af Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg í febrúar 2024. Daníel segir verk sitt sækja innblástur til Íslands, þar sem ótrúlegir kraftar búi undir yfirborðinu, jafnt í eldvirkni landsins sem og í hafinu í kring. Verkið er helgað minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést 2018.

Lokaverk tónleikanna er eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Francesca da Rimini var ítölsk aðalskona, fædd árið 1283, en samnefnt tónaljóð Tsjajkovskíjs rekur sorgarsögu hennar: Eiginmaður hennar myrti hana eftir að hann komst á snoðir um ástarsamband hennar við bróður hans. Innblásturinn að verkinu fékk Tsjajkovskíj þegar hann las Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante Aligheri en þar birtist Francesca sem ein þeirra ólánssömu persóna sem Dante hittir í sjálfum hreinsunareldinum.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.