EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
17. des. 2016 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.100 - 2.800 kr.
17. des. 2016 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.100 - 2.800 kr.
18. des. 2016 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.100 - 2.800 kr.
18. des. 2016 » 16:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.100 - 2.800 kr.
  • Efnisskrá

    Hrafnkell Orri Egilsson Jólaforleikur
    Leroy Anderson Sleðaferðin
    Pjotr Tsjajkovskíj Blómavalsinn
    Peter Grönvall Dansaðu vindur
    Sígild jólalög Heims um ból, Aðfangadagskvöld, Nóttin var svo ágæt ein o.fl.

  • Hljómsveitarstjóri

    Bernharður Wilkinson

  • Einsöngvarar

    Eivør Pálsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Kolbrún Völkudóttir

  • Kynnir

    Trúðurinn Barbara

Á jólatónleikum Sinfóníunnar er hátíðleikinn í fyrirrúmi og þar eiga sígildar jólaperlur fastan sess. Nýr forleikur með jólalögum frá Norðurlöndunum og Sleðaferð Andersons gefa upptaktinn að tónleikunum ásamt gullfallegri túlkun nemenda Listdansskólans á Blómavalsi Tsjajkovskíjs og flutningi Bjöllukórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á hinu sígilda íslenska jólalagi Jólin alls staðar. Skólahljómsveit Kópavogs flytur sívinsælt lag Gunnars Þórðarsonar Aðfangadagskvöld og ungir einleikarar koma fram í hinu ægifagra Panis Angelicus.

Einsöngvarar ásamt kórum úr Langholtskirkju og táknmálskór flytja úrval innlendra og erlendra jólalaga sem koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld en tónleikarnir eru einnig túlkaðir á táknmáli.

Nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja jólalög í Hörpuhorni fyrir og á eftir tónleikum. 

Sækja tónleikaskrá