EN

Kian Soltani

Sellóleikari

Austurríski sellóleikarinn Kian Soltani er einn eftirsóttasti einleikari veraldar nú um stundir. Stórblaðið The Times hefur lýst honum sem „stórmerkum sellista“ og hið virta tónlistartímarit Gramophone kallar leik hans „hreina fullkomnun“. Flutningur hans þykir einkennast af djúpri tjáningu og fullkominni tækni en Soltani þykir einmitt ná einstökum tengslum við áhorfendur. Hann kemur reglulega fram með helstu hljómsveitum og hljómsveitarstjórum heims og hljóðritar fyrir Deutsche Grammophon, þar á meðal sellókonsert Dvořáks með Ríkishljómsveitinni í Berlín (Staatakapelle Berlin) og Daniel Barenboim. Þá hefur hann komið fram í Carnegie Hall, Salzburgar-hátíðinni, Lucerne-hátíðinni, Wigmore Hall, Musikverein í Vínarborg og Southbank Centre svo einhverjir staðir séu nefndir.

Soltani er fæddur árið 1992 í Bregenz af persneskum ættum. Hann hóf að leika á selló fjögurra ára gamall og innritaðist einungis 12 ára gamall í Tónlistarakademíuna í Basel. Hann nam auk þess við Kronberg-akademíuna í Þýskalandi og Alþjóðlegu tónlistarakademíuna í Liechtenstein. Soltani vakti fyrst heimsathygli þegar hann vann fyrstu verðlaun í Paulo-sellókeppninni í Helsinki árið 2013. Hann leikur á „The London, ex Boccherini“ Stradivarius-sellóið sem hann hefur á góðfúslegu láni frá Bears International Violin Society.