EN

Opið hús á Menningarnótt

Fílalag og Sinfó

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
24. ágú. 2024 » 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
24. ágú. 2024 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
Aðgangur ókeypis
 • Efnisskrá

  Fjölbreytt dagskrá

 • Hljómsveitarstjóri

  Ross Jamie Collins

 • Fílalag

  Bergur Ebbi
  Snorri Helgason

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi á litríka og skemmtilega tónleika fyrir alla fjölskylduna í Eldborg. Á tónleikunum í ár eru það stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Fílalags, þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason, sem leggja á djúpið og „fíla“ vinsæla klassík eftir tónskáld á borð við Mozart, Önnu Þorvaldsdóttur, Strauss, Prokofíev, Wagner og fleiri. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina og þeir Bergur Ebbi og Snorri afhjúpa óvæntar tengingar hennar við menningu okkar og samtíma af sinni alkunnu skarpskyggni og húmor.

Bergur Ebbi á að baki langan feril sem rithöfundur, uppistandari og fyrirlesari og Snorri Helgason hefur starfað sem tónlistarmaður í hálfan annan áratug og á að baki fjölmargar sólóplötur og leikhúsverkefni. Saman hafa þeir sent út hlaðvarpið Fílalag frá árinu 2014 en þættirnir eru orðnir á þriðja hundrað talsins og samanlögð hlustun nærri milljón. Þeir hafa stigið á svið í Borgarleikhúsinu með sýningar upp úr hlaðvarpinu og sýnt þætti um íslensk dægurlög á RÚV. Á síðasta starfsári komu þeir svo fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölsóttum tónleikum.

Á tónleikunum á Menningarnótt má heyra lagið Verum í sambandi sem er eitt vinsælasta lag Sprengjuhallarinnar, hljómsveitarinnar sem Bergur Ebbi og Snorri Helgason léku saman í um árabil.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 10:00. Verið öll hjartanlega velkomin.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir.