EN

Osmo og Erin

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
2. feb. 2023 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 8.700 kr.
 • Efnisskrá

  Osmo Vänskä Forleikur
  Kurt Weill Fiðlukonsert
  Felix Mendelssohn Sinfónía nr. 3

 • Hljómsveitarstjóri

  Osmo Vänskä

 • Einleikari

  Erin Keefe

Tónleikakynning » 2. feb. kl. 18:00 — Hörpuhorn

Osmo Vänskä er heiðursstjórnandi SÍ og íslenskum áheyrendum að góðu kunnur síðan hann var aðalstjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 1993-96. Hann hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minnesota í Bandaríkjunum frá 2003, en hann er einnig klarínettuleikari og tónskáld. Forleikinn sem hljómar á þessum tónleikum samdi hann í miðjum heimsfaraldri og skiptast þar á ómstríð stef og hljómfagrir kaflar en verkið er meðal annars samið fyrir stóran hóp slagverksleikara. Osmo samdi verkið sérstaklega sem nokkurs konar fylgirödd við fiðlukonsert Kurts Weill.

Erin Keefe er 1. konsertmeistari Minnesota-hljómsveitarinnar. Hún leikur nú einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn í hinum glæsilega fiðlukonserti eftir Kurt Weill en tónskáldið var af gyðingaættum og flúði Þýskaland eftir valdatöku nasista. Frægastur er Weill fyrir framsækna og grípandi leikhústónlist en eftir hann liggja þó nokkur öndvegisverk ætluð tónleikasviðinu. Í fiðlukonsertinum leikur Weill sér að andstæðum en einleiksfiðlunni er þar teflt fram á móti hljómsveit sem aðeins er skipuð blásurum og slagverki.

Loks hljómar hin glæsilega þriðja sinfónía eftir Felix Mendelssohn. Hana samdi tónskáldið eftir ferðalag um framandi slóðir á Bretlandi 1829, en hugmyndin að upphafsstefi hennar kviknaði í hinni sögufrægu Holyrood-höll í Edinborg, sem áður var heimili Maríu Stúart, Skotadrottningar.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

Sækja tónleikaskrá