EN
  • Litli tónsprotinn

Pétur og úlfurinn

Litli tónsprotinn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
16. feb. 2019 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
16. feb. 2019 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.500 - 2.900 kr.
  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Allegro úr Leikfangasinfóníunni
    Sergej Prokofíev Pétur & úlfurinn
    Maurice Ravel Bolero

  • Hljómsveitarstjóri

    Maxime Tortelier

  • Sögumaður

    Trúðurinn Barbara

  • Brúðugerðarmeistari

    Bernd Ogrodnik

Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans gera söguna um Pétur og úlfinn ljóslifandi og eftirminnilega í barnvænni og fallegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldóru Geirharðsdóttur. Bernd er einn fremsti brúðugerðarmeistari heims og hefur sýning hans á Pétri og úlfinum farið sigurför víða um heim enda töfrum líkust. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sem sögur fara af, saga þar sem hver sögupersóna er túlkuð af hljóðfæri eða hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Þótt Pétri og úlfinum hafi verið fálega tekið þegar verkið var frumflutt í Moskvu árið 1936 þá má með sanni segja að verkið hafi öðlast alþjóðlegar vinsældir, ekki aðeins meðal barna, enda býr verkið yfir eilífum æskublóma.

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar sem eignuð er Leopold Mozart (föður Wolfgangs) verður fluttur á tónleikunum með aðstoð Maxímús Músíkús og ungra einleikara sem mynda leikfangasextett. Það má búast við mikilli leikgleði þegar Maxi og félagar slást í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ekki mun stemningin verða síðri þegar hljómsveitin flytur hið geysivinsæla Bolero eftir Ravel. 

Sækja tónleikaskrá