EN

Rómeó og Júlía á Menningarnótt

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
19. ágú. 2017 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Sergej Prokofíev Rómeó og Júlía, balletttónlist
    Pjotr Tsjajkovskíj Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur

  • Hljómsveitarstjóri

    Keri-Lynn Wilson

  • Sögumenn

    Sigurður Þór Óskarsson
    Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Rómeó og Júlía er ein áhrifamesta ástarsaga allra tíma og hefur orðið ótal listamönnum innblástur í nýja sköpun. Meðal þeirra eru rússnesku tónskáldin Tsjajkovskíj og Prokofíev sem báðir hafa byggt glæsileg og hádramatísk tónverk á harmleiknum um elskendurna frá Veróna.

Leikararnir Sigurður Þór Óskarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir bregða á leik og segja söguna af Rómeó og Júlíu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Hér hljómar þessi frábæra tónlist undir stjórn hinnar kanadísku Keri-Lynn Wilson sem á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar heitir Thelma Guttormsson og þótti einn fremsti píanisti í Íslendingabyggðum Kanada.

Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.