EN

Sæunn leikur Bach – Einleikstónleikar

Sunnudagstónleikar í Norðurljósum

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
26. feb. 2023 » 16:00 » Sunnudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr
  • Efnisskrá

    Johann Sebastian Bach Sellósvíta nr. 1
    Benjamin Britten Ciaccona úr svítu nr. 2 fyrir einleiksselló, op. 80
    Johann Sebastian Bach Sellósvíta nr. 3
    Þuríður Jónsdóttir 48 Images of the Moon
    Johann Sebastian Bach Sellósvíta nr. 5

  • Einleikari

    Sæunn Þorsteinsdóttir

Eins og svo margir var Sæunn Þorsteinsdóttir innilokuð um tíma meðan heimsfaraldur kórónuveiru gekk yfir. Snemma sumars 2020 pakkaði hún hins vegar sellóinu niður þar sem hún var stödd í Bandaríkjunum og hélt til Íslands. Markmiðið var að leika allar sex sellósvítur Bachs, eina í einu í sex mismunandi kirkjum vestur á fjörðum. 

Á sumarsólstöðum fylltust guðshúsin af tónleikaþyrstum gestum sem margir fylgdu Sæunni, kirkju í kirkju – úr firði í fjörð, þar til loks síðasta svítan hljómaði við ysta haf þegar sólin rétt sleikti hafflötinn. Sæunn hljóðritaði svíturnar sex í framhaldinu og koma þær nú út á einleiksdiski undir merkjum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus.

Sækja tónleikaskrá