EN

Síðasti bærinn í dalnum

Bíótónleikar í Eldborg

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
11. des. 2018 » 19:30 » Þriðjudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 6.500 kr.

Síðasti bærinn í dalnum er tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu. Þessi fyrsta leikna kvikmynd Óskars Gíslasonar var frumsýnd árið 1950 og naut fádæma vinsælda. Tónlistina samdi Jórunn Viðar og var þetta fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd. Í tilefni af aldarafmæli Jórunnar, sem fæddist 7. desember 1918, verður myndin flutt við lifandi hljóðfæraleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nóturnar að tónlist Jórunnar voru lengi týndar en Þórður Magnússon tónskáld hefur skrifað tónlistina upp eftir myndinni og útbúið til flutnings. Þá hefur Kvikmyndasafn Íslands endurunnið myndina og sett á stafrænt form.

Efniviður myndarinnar er í anda gömlu þjóðsagnanna, sígilt ævintýri um baráttu góðs og ills. Í sveit einni hafa allir bændur flust á brott vegna ofsókna trölls og tröllskessu. Bóndi 

einn situr þó sem fastast með fjölskyldu sinni þar sem amman á bænum á töfrahring sem verndar íbúana frá öllu illu. Tröllin reyna að stela hringnum af henni og þá fer af stað atburðarás þar sem ýmsar vættir koma við sögu, meðal annars álfadrottning og dvergur sem getur gert sig ósýnilegan. Þjóðlegur stíll Jórunnar Viðar hentar efninu einkar vel og er sannkallað tilhlökkunarefni að bæði myndin og tónlistin séu nú aðgengileg nýrri kynslóð.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og árskortshafar hjá Bíóparadís fá 10% afslátt á bíótónleikana í miðasölu Hörpu.

Bíótónleikarnir eru 90 mínútur að lengd án hlés.

Sækja tónleikaskrá