EN

Siggi og Sigga með Sinfó

Einu sinni á ágústkvöldi

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
24. ágú. 2023 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 4.900 - 11.900 kr.
25. ágú. 2023 » 20:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa 4.900 - 11.900 kr.
  • Efnisskrá

    Ný og eldri lög í útsetningum fyrir sinfóníuhljómsveit

  • Hljómsveitarstjóri

    Bernharður Wilkinson

  • Einsöngvarar

    Sigríður Thorlacius
    Sigurður Guðmundsson

  • Útsetningar fyrir hljómsveit

    Hrafnkell Orri Egilsson

Á þessum sumartónleikum á ágústkvöldi syngja Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson margar af okkar eftirlætis dægurlagaperlum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskráin er bæði hugljúf og skemmtileg en hún geymir innlend og erlend lög eftir tónskáld á borð við Jón Múla Árnason, Oddgeir Kristjánsson, Ingibjörgu Þorbergs, Burt Bacharach
og Antonio Carlos Jobim. Hér hljóma þessar perlur í glæsilegum útsetningum fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Á meðal nýrra útsetninga sem gerðar voru fyrir þessa tónleika má nefna titillagið Einu sinni á ágústkvöldi eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni og Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason.

Sigríður og Sigurður hafa verið á meðal ástsælustu söngvara landsins um árabil. Þau gerðu garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en hafa síðan sungið með mörgum af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, bæði hvort í sínu lagi og saman. Þau hafa einu sinni áður komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sem voru hluti af opnunardagskrá hljómsveitarinnar í Hörpu vorið 2011. Ekki missa af þessum frábæru söngvurum syngja uppáhaldslögin sín með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. 

Sækja tónleikaskrá