EN

Skólatónleikar í beinu streymi

Sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV 2 og hér á vef hljómsveitarinnar

Dagsetning Staðsetning Verð
7. maí 2020 » 11:00 - 11:35 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Ókeypis Streymi
  • Efnisskrá

    Antonio Vivaldi Vorið úr Árstíðunum, 1. kafli
    John W. Bratton Lautarferð bangsanna
    Atli Heimir Sveinsson Kvæðið um fuglana og Dimmalimm
    Pjotr Tsjajkovskíj Dans svananna úr Svanavatninu
    Ingi T Lárusson Ó, blessuð vertu sumarsól
    Vittorio Monti Csárdás
    Julius Fucik Mars skylmingarmeistaranna

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

  • Konsertmeistari

    Sigrún Eðvaldsdóttir

  • Kynnir

    Trúðurinn Aðalheiður

  • Táknmálstúlkur

    Eyrún Helga Aradóttir

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður börnum um land allt á skólatónleika í beinu streymi frá Hörpu kl. 11 næstkomandi fimmtudag 7. maí. Í ljósi breyttra aðstæðna getur hljómsveitin nú sameinað krafta sína á ný á sviði í Eldborg og verða tónleikarnir sendir út í beinu streymi á vef hljómsveitarinnar og á RÚV 2.

Einnig tekur hljómsveitin á móti tveimur skólahópum í sal frá nágrannaskólum. Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra mun ávarpa áheyrendur um land allt í upphafi skólatónleikanna.

Á tónleikunum verður leikin fjörmikil tónlist sem færir okkur vor í hjarta. Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari leikur Vorið úr Árstíðunum eftir Vivaldi og hjómsveitin flytur einnig Kvæðið um fuglana og Dans svananna ásamt öðrum skemmtilegum lögum. Kynnir er trúðurinn Aðalheiður, leikinn af Völu Kristínu Eiríksdóttur, og hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.

Beina streymið er opið öllum og útsending hefst kl. 11:00. Tónleikarnir eru u.þ.b. 35 mínútur og eru túlkaðir á táknmáli.