EN

Skrímslið litla systir mín

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
18. feb. 2017 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.300 - 2.700 kr.
  • Efnisskrá

    Eric Coates Birnirnir þrír
    Eivør Pálsdóttir & Helga Arnalds Skrímslið litla systir mín

  • Hljómsveitarstjóri

    Bernharður Wilkinson

  • Einsöngvari

    Eivør Pálsdóttir

  • Kynnir

    Trúðurinn Barbara

  • Kór

    Graduale Futuri, Rósa Jóhannesdóttir kórstjóri

Skrímslið litla systir mín, saga Helgu Arnalds, heyrist nú í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri flytja söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum má heyra söguna af Bjarti sem eignast litla „skrímsla“-systur sem étur mömmu og pabba. Hann ferðast alla leið út á heimsenda til að reyna að skila systur sinni og fá mömmu og pabba til baka.

Á tónleikunum má einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar með skemmtilegu afbrigði af brúðuleikhúsi án orða, einskonar pappírsbíói, þar sem leikmynd og brúður eru klipptar út líkt og dúkkulísur. Pappírsbíóinu, sem unnið er af Helgu Arnalds, er varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur geti hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir njóta tónlistarinnar.

Frá kl. 13 og aftur að tónleikum loknum verður listasmiðja í Hörpuhorni þar sem tónleikagestir fá tækifæri til að búa til sitt eigið skrímsli.

Sækja tónleikaskrá