EN

Aflýst: Stuart Skelton syngur Wagner

Dagsetning Staðsetning Verð
29. okt. 2020 » 20:00 - 21:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 8.100 kr. Aflýst
  • Efnisskrá

    Franz Schubert Sinfónía nr. 8, „Ófullgerða-sinfónían“
    Þuríður Jónsdóttir Flow and Fusion
    Richard Wagner Wesendonck-söngvar

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einsöngvari

    Stuart Skelton

Í ljósi samkomutakmarkanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsa tónleikunum. Miðahafar geta nýtt upphæðina á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Stuart Skelton er einn fremsti tenórsöngvari heims um þessar mundir og hefur meðal annars komið fram við Metropolitan-óperuna í New York og La Scala í Mílanó. Á þessum tónleikum túlkar hann hrífandi og munúðarfulla ástarsöngva sem Wagner samdi við ljóð ástkonu sinnar Mathilde Wesendonck.

Schubert samdi ekki nema tvo fyrri þætti sinfóníunnar sem síðan hefur hlotið viðurnefnið „sú ófullgerða“, en enginn veit hver ástæðan var fyrir þeirri ákvörðun. Þótt kaflarnir séu ekki nema tveir er hún yfirfull af dramatískum vendingum, en einnig þeirri kyrrlátri ljóðrænu sem Schubert átti svo auðvelt með að laða fram. 

Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur er heillandi samruni rafhljóða og tóna hljómsveitarinnar; tónskáldið hafði að eigin sögn í huga „ólíka tauma flæðandi glóðheitrar bergkviku sem sameinast í einni iðandi hraunkvoðu“.

Miðaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.