EN

Ungsveitin á Myrkum

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

  • 25. jan. » 17:30 Harpa
  • Efnisskrá

    John Luther Adams Sila: The Breath of the World

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

Bandaríska tónskáldið John Luther Adams hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir verk sem tengjast náttúru og náttúruvernd. Eitt þeirra er Sila: The Breath of the World, en í heimssýn Inúíta er Sila andinn sem glæðir allt lífi: sjálfur heimsandinn. Inúítar nota þetta orð yfir náttúruöflin en einnig yfir meðvitund – til dæmis meðvitund okkar um heiminn og meðvitund heimsins um okkur sjálf.

Verkið Sila er samið fyrir hóp flytjenda sem er dreift um stórt rými, áheyrendur geta gengið um og fundið sér þann stað sem þeim hentar best. „Þetta er tónlist sem andar“ segir tónskáldið; hver einasti flytjandi er einleikari sem flytur sína rödd á þeim hraða sem viðkomandi þykir fara best. Allir eru velkomnir að upplifa þetta magnaða tónverk sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytur í anddyri Hörpu undir leiðsögn Daníels Bjarnasonar.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.