EN

Víkingur spilar Mozart

Einleikstónleikar í Eldborg

Dagsetning Staðsetning Verð
19. nóv. 2021 » 20:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa
20. nóv. 2021 » 20:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
21. nóv. 2021 » 20:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa

Víkingur Heiðar hefur verið kallaður „óskabarn þjóðarinnar“ í íslenskum fjölmiðlum en á erlendum vettvangi er hann sagður vera „Glenn Gould Íslands“ og „listamaður sem skapar hrífandi landslag í tónum“. Ný einleiksplata hans hjá Deutsche Grammophon er heimsviðburður enda hafa síðustu plötur hans hlotið sæg verðlauna, meðal annars hjá BBC Music Magazine, Opus Klassik og Gramophone.

Víkingur Heiðar er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021–22. Hann kemur fram á fernum tónleikum með hljómsveitinni á starfsárinu þar sem hann flytur nýja píanókonserta eftir Thomas Adès, John Adams og Daníel Bjarnason undir stjórn tónskáldanna sjálfra. 

Einleikstónleikar Víkings eru ekki haldnir á vegum hljómsveitarinnar og því gilda afsláttarkjör Sinfóníuhljómsveitar Íslands ekki á þá nema í Svörtu röðinni.