EN

Vínartónleikar - frestað

Nýárstónleikar 2022

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
6. jan. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
7. jan. 2022 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
8. jan. 2022 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
8. jan. 2022 » 19:30 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
 • Efnisskrá

  Óperettutónlist, valsar og polkar eftir Johann Strauss, Franz Lehár, Emmerich Kálman, Hans Christian Lumbye og fleiri.

 • Hljómsveitarstjóri

  David Danzmayr

 • Einsöngvarar

  Herdís Anna Jónasdóttir
  og Elmar Gilbertsson

 • Dansarar

  Þorkell Jónsson, Denise Margrét Yaghi, Gylfi Már Hrafnsson, María Tinna Hauksdóttir, Guðjón Erik Óskarsson, Eva Karen Ólafsdóttir

Vínartónleikum 2022 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frekari upplýsingar um tónleikana verða sendar út til miðahafa þegar mál skýrast betur í byrjun janúar.

Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár. Í þetta sinn er það Austurríkismaðurinn David Danzmayr sem stjórnar tónleikunum, en hann hefur takt Vínarborgar svo sannarlega í blóðinu. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, meðal annars Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiksins að Leðurblökunni. Einnig hljómar norræn tónlist innblásin af dönsum Vínarborgar: hið sívinsæla kampavínsgalopp Lumbyes.

Tveir helstu einsöngvarar Íslands af sinni kynslóð koma fram á tónleikunum, auk þess sem dansarar ljá þeim sérstakan hátíðarblæ. Herdís Anna Jónasdóttir vakti stormandi lukku sem Violetta í La traviata í uppfærslu Íslensku óperunnar og hefur einnig fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á nýrri tónlist, til dæmis Kafka-Fragmente eftir Kurtág. Elmar Gilbertsson hefur löngu sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar, en hann er um þessar mundir fastráðinn við óperuhúsið í Stuttgart.