EN

Vínartónleikar

Nýárstónleikar 2022

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
6. jan. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
7. jan. 2022 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
8. jan. 2022 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
8. jan. 2022 » 19:30 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.900 – 9.500 kr.
Kaupa miða
Tónleikakynning » 6. jan. kl. 18:00

Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár. Í þetta sinn er það Austurríkismaðurinn David Danzmayr sem stjórnar tónleikunum, en hann hefur takt Vínarborgar svo sannarlega í blóðinu. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, meðal annars Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiksins að Leðurblökunni. Einnig hljómar norræn tónlist innblásin af dönsum Vínarborgar: hið sívinsæla kampavínsgalopp Lumbyes en einnig kampavínsvalsinn Moët & Chandon eftir Ellen Sandels, sem var eitt helsta kventónskáld Svíþjóðar um aldamótin 1900.

Tveir helstu einsöngvarar Íslands af sinni kynslóð koma fram á tónleikunum, auk þess sem dansarar ljá þeim sérstakan hátíðarblæ. Herdís Anna Jónasdóttir vakti stormandi lukku sem Violetta í La traviata í uppfærslu Íslensku óperunnar og hefur einnig fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn á nýrri tónlist, til dæmis Kafka-Fragmente eftir Kurtág. Elmar Gilbertsson hefur löngu sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar, en hann er um þessar mundir fastráðinn við óperuhúsið í Stuttgart.