Tónleikar framundan
Efst á baugi
Viðburðadagatal
ágúst 2023
(Sleppa dagatali)S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 |
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24
fimmtudagur
|
25
föstudagur
|
26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 |

Tónleikatvenna með Önnu Þorvaldsdóttur í vikunni
Í vikunni verður samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld fagnað með sérstakri Önnu-hátíð.
Tvennir tónleikar verða haldnir, í Hörpu og Hallgrímskirkju, þar sem verk Önnu fyrir hljómsveit og kór verða flutt. Anna hefur skipað sér í fremstu röð tónskálda á heimsvísu undanfarin ár. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju voru valdir á lista BBC Music Magazine yfir áhugaverðustu tónleika í Evrópu í vetur.