EN

METAXIS

Á Listahátíð í Reykjavík

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. jún. 2024 » 16:00 » Laugardagur Harpa Aðgangur ókeypis
Kaupa miða
  • Efnisskrá

    Anna Þorvaldsdóttir METAXIS (heimsfrumflutningur)

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

METAXIS er heitið á nýju verki Önnu Þorvaldsdóttur þar sem sem alrými sjálfrar Hörpu er í burðarhlutverki, en tónskáldið lýsir verkinu sem innsetningu fyrir tvístraða hljómsveit og rými. Í METAXIS er hljómsveitinni skipt upp í nokkra misstóra hljóðfærahópa og koma þeir sér fyrir á mismunandi stöðum í hinu opna rými þessa margbrotna tónlistarhúss. Áheyrendum gefst einstakt tækifæri til að kanna tónlistina á virkan hátt út frá ólíkum sjónarhornum með því að ganga um og finna hvernig upplifun tónlistarinnar breytist við hvert fótmál. 

Þannig kemst hver og einn hlustandi í einstakt samband við grundvallaratriði tónlistar Önnu: Lagskiptingu hennar, flæði tónefnisins og enduróm rýmisins. Hljóðfæraleikararnir dreifast um ólíkar hæðir hússins og blandast með margvíslegum hætti, svo úr verður hrífandi hljóðheimur með margbrotna áferð. Verkið er um hálftímalangt í flutningi og hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Frumflutningur METAXIS er hluti af opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 2024 og samstarfsverkefni hátíðarinnar, Hörpu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.