EN

Johan Dalene leikur Korngold

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
24. maí 2024 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
Hlusta
 • Efnisskrá

  Samuel Barber The School for Scandal, forleikur
  Erich Wolfgang Korngold Fiðlukonsert
  Béla Bartók Konsert fyrir hljómsveit

 • Hljómsveitarstjóri

  Andrew Manze

 • Einleikari

  Johan Dalene

Tónleikakynning » 24. maí kl. 18:00

„Ein besta fiðlufrumraun áratugarins,“ sagði gagnrýnandi BBC Music Magazine um fyrsta geisladisk Johans Dalene, sænska fiðlusnillingsins sem er aðeins 23 ára að aldri en hefur þegar lagt tónlistarheiminn að fótum sér. Nýlega valdi tónlistartímaritið Gramophone hann á lista tíu tónlistarmanna sem móta munu klassíska tónlist á 21. öldinni.

Á þessum tónleikum leikur Dalene hinn glæsilega fiðlukonsert Korngolds, hrífandi verk sem sýnir allar bestu hliðar einleikarans. Korngold var í aðra röndina kvikmyndatónskáld og má segja að frásagnargáfa og litadýrð fiðlukonserts hans gefi hinum myndræna miðli ekkert eftir þegar kemur að því að örva ímyndunaraflið.

Konsert Bartóks fyrir hljómsveit er sömuleiðis innblásið verk sem reynir á hvern einasta hljóðfæraleikara sveitarinnar og spannar allt frá tregablandinni angurværð til æsilegra danskafla. Upphafsverk tónleikanna býr einnig yfir hugmyndaauðgi og fjöri, en það er konsertforleikur Samuels Barber, saminn fyrir leikrit Richards Brinsley Sheridan, The School for Scandal. Barber samdi verkið meðan hann var enn við nám og hjálpaði það til við að koma tónskáldinu unga á kortið. 

*Upphaflega átti Roderick Cox að stjórna tónleikunum en hann hefur því miður þurft að afboða komu sína. Í hans stað mun breski hljómsveitarstjórinn Andrew Manze stjórna tónleikunum. 

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

Sækja tónleikaskrá