EN

Tónleikar & miðasala

október 2018

Opin æfing 25. okt. 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 25. okt. 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Nobu og Ashkenazy 25. okt. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Í nóvember 2018 heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans. Þetta verður fyrsta tónleikferð hljómsveitarinnar til Asíu. Alls heldur hljómsveitin 12 tónleika, meðal annars í Osaka, Nagoya og Hiroshima auk tvennra tónleika í Tókýó. Hljómsveitarstjóri verður Vladimir Ashkenazy en hann hefur notið gífurlegra vinsælda í Japan um áratuga skeið. 

Píanistinn Nobuyuki Tsujii er einnig stórstjarna í heimalandi sínu. Hann hefur verið blindur frá fæðingu en lætur það ekki aftra sér og lærir jafnvel erfiðustu verk píanóbókmenntanna eftir heyrn. Nobu hreppti gullverðlaun í Van Cliburn-píanókeppninni árið 2009 og hefur komið fram í öllum helstu tónleikahöllum heims; mynddiskur með tónleikum hans í Carnegie Hall árið 2012 var valinn diskur mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone.

Þessir tónleikar eru eins konar upphitun fyrir ferðalagið til Japans og er efnisskráin hin sama og flutt verður þar. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov er eitt vinsælasta tónverk allra tíma, ljóðrænn og þróttmikill og gefur japanska píanistanum Nobu óþrjótandi tækifæri til að sýna snilli sína.

Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er sömuleiðis mikið meistaraverk enda var það hún sem þeytti tónskáldinu upp á stjörnuhimin sígildrar tónlistar og sem Sibelius sjálfur kallaði „játningu sálarinnar“. Jökulljóð samdi Þorkell Sigurbjörnsson árið 1998 sérstaklega að beiðni Ashkenazys og mun það hljóma í Japansferð Sinfóníuhljómsveitarinnar til þess að minnast þess að Þorkell hefði orðið áttræður á árinu.

  • Efnisskrá

    Þorkell Sigurbjörnsson Jökulljóð
    Sergei Rakhmanínov Píanókonsert nr. 2
    Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

  • Hljómsveitarstjóri

    Vladimir Ashkenazy

  • Einleikari

    Nobuyuki Tsujii