EN

Tónleikar & miðasala

október 2018

Maxi fer á fjöll 6. okt. 14:00 Eldborg | Harpa

Í nýju tónlistarævintýri um músina ástsælu, Maxímús Músíkús, er íslensk tónlist í forgrunni, allt frá þjóðlögum að samtímatónlist. Á lifandi og áhugaverðan hátt magnar tónlistin upp spennandi sögur af álfum og tröllum og upplifun Maxa af eldgosi í jöklaferð. Maxi ferðast ekki einn því að tvær gestamýs, Viva og Moto, sem komu í tösku erlends hljómsveitarstjóra, eru með í för. Maxi hefur því enn eina ferðina eignast nýja vini sem fylgja honum á vit ævintýranna. Hann gleðst yfir því hvað hann sé heppin mús, því að „þar sem tónlist er, þar eru allir glaðir.“

Bækurnar um Maxa hafa notið mikilla vinsælda, hlotið fjölda veiðurkenninga og komið út á mörgum tungumálum. Sögumaður í nýja ævintýrinu um Maxa er Unnur Eggertsdóttir en hún tók þátt í frumflutningi verksins undir stjórn Daníels Bjarnasonar í Los Angeles við mikið lof viðstaddra. Verndari verkefnisins er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Verkið var pantað af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Los Angeles sem frumflutti verkið á Reykjavíkur-hátíð sinni í Walt Disney-tónlistarhöllinni.

 • Efnisskrá

  Tryggvi M. Baldvinsson Hátíðargjall fyrir einstaka mús
  Jórunn Viðar úr Ólafi Liljurós
  Anna Þorvaldsdóttir úr Hrími
  Haukur Tómasson úr Storku
  Jón Ásgeirsson Tröllaslagur
  Gunnsteinn Ólafsson Þýtur í stráum
  Bára Grímsdóttir Laumufarþegarnir
  Daníel Bjarnason úr Collider
  Hallfríður Ólafsdóttir Lagið hans Maxa

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Sögumaður

  Unnur Eggertsdóttir

 • Saga og myndir

  Hallfríður Ólafsdóttir og
  Þórarinn Már Baldursson

Kaupa miða