Hver stjarnan á fætur annarri mætir til leiks á næsta starfsári. Píanóleikarinn Alice Sara Ott sækir Ísland heim ásamt einsöngvurunum Ninu Stemme og Stuart Skelton. Tónskáldið, fiðluleikarinn og söngkonan Caroline Shaw verður einnig gestur á starfsárinu sem og píanóleikarinn Francesco Piemontesi. Sellóleikarinn Kian Soltani leikur á þrennum tónleikum á starfsárinu en hann er jafnframt staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025/26.
Endurnýja Kaupa