EN

AIŌN

Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
 • 1. apr. 2020 » 20:00 Eldborg | Harpa 2.900 - 5.900 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Anna Þorvaldsdóttir og Erna Ómarsdóttir AIŌN

 • danshöfundar

  Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins

 • tónverk

  Anna Þorvaldsdóttir

 • Hljómsveitarstjóri

  Anna-Maria Helsing

 • Vídeóverk

  Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson

 • búningahönnuður

  Agnieszka Baranowska

 • dansarar

  Charmene Pang, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Huld Hákonardóttir, Shota Inoue, Tilly Sordat og Una Björg Bjarnadóttir

AIŌN er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Í þessu nýja verki bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar renna saman í eitt. 

Anna og Erna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldar hvor í sinni listgrein. Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles. 

Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar. 

AIŌN er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar, en verkið var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum þann 24. maí 2019 í Tónlistarhúsinu í Gautaborg. Finnski hljómsveitarstjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar en hún stýrði einnig frumflutningnum í Gautaborg. 

Ekki missa af einstökum viðburði fyrir alla þá sem hafa áhuga á spennandi nýsköpun í tónlist og dansi á Íslandi.