EN

13. mars 2020

Tilkynning vegna samkomubanns

Vegna samkomubanns hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands þurft að fresta eða aflýsa fjölda fyrirhugaðra tónleika nú á vormisseri. Hægt er að fá miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu eða eiga þá sem inneign á tónleika hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Sé tónleikum frestað færast miðarnir sjálfkrafa yfir á nýja dagsetningu í sömu sæti.

Tónleikum frestað

AION - 1. apríl 2020 (frestað til 5. nóvember 2020)
Ný-klassík og Sinfó - 16. og 17. apríl 2020 (frestað til 15. og 16. október 2020)
Hvar er húfan mín? - 25. apríl 2020 (frestað til 15. maí 2021)
Valkyrja Wagners - 27. og 29. maí 2020 (frestað til 25. og 27. febrúar 2021)

Miðar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hefur verið frestað til næsta starfsárs gilda á nýrri dagsetningu og í sömu sæti og því ekki þörf á að aðhafast frekar. 

Ef ný dagsetning hentar ekki er hægt að hafa samband við miðasölu Hörpu og fá inneign eða fá miðana endurgreidda.

Tónleikum aflýst

Dimmalimm og Svanavatnið - 14. mars
Mozart og Kurt Weill - 19. mars
Föstudagsröðin - 20. mars
Rakhmanínov og Gubaidulina II - 26. mars
Brahms og Shostakovitsj - 7. maí  
Föstudagsröðin - 8. maí
Hallveig syngur Mozart - 14. maí
Rakhmanínov og Gubaidulina III - 5. júní 

Á þeim tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur þurft að aflýsa breytist andvirði aðgöngumiða sjálfkrafa í inneign í formi gjafakorts á nafn þess sem skráður er fyrir miðunum. Rafrænt gjafakort var sent út í tölvupósti á alla miðahafa en einnig er hægt að hafa samband við miðasölu Hörpu til að nýta inneignina. Hana má nýta til kaupa á nýjum tónleikamiðum eða áskriftarkortum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig er sjálfsagt að fá inneignina endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Nánari upplýsingar veitir miðasala Hörpu í síma 528 5050 eða í netfangið midasala@harpa.is. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12 til 18.