EN

13. mars 2020

Tilkynning vegna samkomubanns

Öllum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til 4. maí er aflýst eða frestað vegna samkomubanns. Harpa er einnig lokuð tímabundið vegna herts samkomubanns. 

Eftirfarandi tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið aflýst eða frestað:

Dimmalimm og Svanavatnið - 14. mars
Mozart og Kurt Weill - 19. mars
Föstudagsröðin - 20. mars
Rakhmanínov og Gubaidulina II - 26. mars
AION - 1. apríl (frestað)
Ný-klassík og Sinfó - 16. og 17. apríl (frestað)
Hvar er húfan mín? - 25. apríl (frestað)

Athugið að miðahafar geta fært aðgöngumiða sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar síðar á þessu starfsári, henti það ekki munum við endurgreiða aðgöngumiða í miðasölu Hörpu.

Ef frekari spurningar vakna hvetjum við ykkur að hafa samband við miðasölu Hörpu á netfangið midasala@harpa.is.