EN

Beethoven-veisla

Eva og Víkingur í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og Rás 1

Dagsetning Staðsetning Verð
17. sep. 2020 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 8.100 kr.

Árið 2020 er þess minnst um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu Beethovens. Af þessu tilefni leikur Víkingur Heiðar píanókonsert hans nr. 3, og Eva Ollikainen, nýskipaður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar fleiri verkum meistarans. 

Einnig leikur Víkingur með hljómsveitinni stutt verk eftir Philip Glass, Glassworks fyrir píanó og strengi. Upptaktur tónleikanna er hinn sprellfjörugi lokaþættur úr fyrstu sinfóníu Beethovens.

Miðasala er hafin á tónleikana
Í ljósi rýmkunar á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú boðið gestum aftur í sal. Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og fjarlægðamörk milli gesta verða virt. 

Tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og útvarpað á Rás 1.