EN

Bruch og Brahms

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
27. apr. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.200 kr.

Boris Belkin er heimskunnur fyrir tilfinningaþrunginn fiðluleik af „rússneska skólanum“. Hann kom fyrst fram opinberlega aðeins sjö ára gamall og hreppti gullið í fiðlukeppni Sovétríkjanna árið 1973, en flýði skömmu síðar til Vesturlanda. Belkin hefur átt gifturíkt samstarf við Vladimir Ashkenazy um langt árabil, þeir hafa hljóðritað geisladiska saman og farið í tónleikaferðir víða um heim. Annar náinn vinur og samstarfsmaður Ashkenazys var íslenska tónskáldið Þorkell Sigurbjörnsson og á tónleikunum hljómar Mistur frá árinu 1972, sem er eitt helsta hljómsveitarverk hans.

Lokapunkt tónleikanna myndar svo hin stórfenglega fjórða sinfónía Brahms, sem er þykkt og safaríkt verk, innblásið af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Með þessum flutningi lýkur „Brahms-hring“ Ashkenazys, en hann hefur nú stjórnað öllum sinfóníum meistarans á fjórum árum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Sækja tónleikaskrá