EN

Faust leikur Beethoven ­

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
19. maí 2023 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 8.700 kr.

Isabelle Faust er einn fremsti fiðluleikari samtímans og íslenskum tónleikagestum að góðu kunn, en margir muna eflaust eftir túlkun hennar á fiðlukonserti Brahms vorið 2019. Faust var einnig staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2010-11. Faust kemur reglulega fram með Berlínarfílharmóníunni og hlaut með þeim Gramophone- verðlaunin 2017 fyrir túlkun sína á konsertum Mozarts. Nú leikur Faust hinn tignarlega og ljóðræna fiðlukonsert Beethovens.

Gustav Mahler samdi risavaxin verk og er fimmta sinfónían þar engin undantekning. Þannig varð tónlistarlegur módernismi áranna í kringum aldamótin 1900 stundum að því sem nefnt hefur verið „maxímalismi“, það er að segja verk urðu gríðarlega stór í sniðum. Fimmta sinfónían var frumflutt í október árið 1904 og lætur hún engan ósnortinn, hvort heldur um er að ræða kraftmikið og voldugt upphafið, glæsilegt hornsóló í þriðja þætti eða angurværan fjórða þáttinn (Adagietto) sem oft er fluttur einn og sér. Hér fylgir Eva Ollikainen eftir framúrskarandi túlkun sinni á fyrstu sinfóníu tónskáldsins á 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vorið 2020.

*Fiðlukonsert Dvořáks var upphaflega á efnisskránni og báru tónleikarnir heitið Faust leikur Dvořák. Vegna breytinga á efnisskrá heita tónleikarnir nú Faust leikur Beethoven. 

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

Sækja tónleikaskrá