Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
12. jan. 2023 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 8.700 kr. | ||
Hlusta |
-
Efnisskrá
Christoph Willibald Gluck Alceste, forleikur
Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 3
Raminta Šerkšnytė Eldar
Claude Debussy La mer
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einleikari
Breski píanóleikarinn Sir Stephen Hough er í hópi virtustu og fjölhæfustu píanóleikara samtímans. Hann hefur hljóðritað yfir 60 geisladiska og hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars átta Grammy-verðlaun. Hough er „Listamaður í samstarfi“ hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu 2022-23 og kemur tvisvar fram með sveitinni á tónleikum í Eldborg áður en hann fylgir henni í tónleikaferð um Bretland.
Á þessum fyrri tónleikum Houghs og Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur hann hinn kraftmikla og dramatíska þriðja píanókonsert Beethovens, en breska stórblaðið The Times hefur lýst túlkun Houghs á verkinu sem „stórkostlegri“. Tónleikarnir hefjast hins vegar á hrífandi en lítt þekktum forleik eftir Christoph Willibald Gluck. Gluck var einn af brautryðjendum klassíska tímabilsins í tónlistarsögunni, ekki síst á sviði óperutónlistar. Ópera hans, Alceste, var frumflutt í Vínarborg árið 1767. Verkið þótti framandi á sínum tíma og hafði meðal annars áhrif á jafn ólík tónskáld og Mozart og Berlioz.
Í seinni hluta tónleikanna mætast eldur og úthaf, en verk litháíska tónskáldsins Ramintu Šerkšnytė, Eldar, hefur hlotið mikið lof og verið flutt víða. Það er í tveimur hlutum og lýsir ólíkri ásýnd elds og þeim kröftum sem leysast úr læðingi í miklu eldhafi og sprengingum. Verkið samdi Šerkšnytė sem nokkurs konar forspil að fimmtu sinfóníu Beethovens en það var frumflutt af Útvarpshljómsveitinni í Bæjaralandi undir stjórn Mariss Jansons. La mer er hið mikilfenglegasta af hljómsveitarverkum Debussys, eins konar sinfónía um hafið, vindinn og öldurnar. Í þessu verki fær hljómsveitin að sýna allar sínar bestu hliðar.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.