Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
15. maí 2021 » 14:00 - 15:00 | Eldborg | Harpa | 2.600 - 3.000 kr. | ||
15. maí 2021 » 16:00 - 17:00 | Eldborg | Harpa | 2.600 - 3.000 kr. | ||
Miðasala ekki hafin |
-
Efnisskrá
Tónlist eftir Thorbjörn Egner úr Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einsöngvarar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason
-
Kór
Skólakór Kársness
Álfheiður Björgvinsdóttir kórstjóri
-
Útsetningar
Jóhann G. Jóhannsson
„Hvar er húfan mín?“, „Ja, fussum svei!“, „Dvel ég í draumahöll“, „Þegar piparkökur bakast“ og fjölmörg önnur kunnugleg lög úr heimahögum Kaspers og Jespers og Jónatans, Soffíu frænku, Lilla klifurmúsar og Mikka refs hljóma nú í fyrsta sinn í Eldborg í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sögurnar og söngvarnir hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil og eru söngvar og persónur Thorbjörns Egners meðal okkar skemmtilegustu og tryggustu heimilisvina.
Gestgjafar á þessum litríku fjölskyldutónleikum verða hinir landsþekktu leikarar og söngvarar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason ásamt Skólakór Kársness. Sinfóníuhljómsveitin okkar tekst nú á hendur stórkostlega skemmtilegt ferðalag til Kardemommubæjar og Hálsaskógar þar sem góð samskipti og fallegar lífsreglur eru lagðar í hvívetna. Lögin hljóma í nýjum og glæsilegum útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar, sem er landskunnur fyrir störf sín við leikhústónlist og sjálfur höfundur Skilaboðaskjóðunnar vinsælu.
Sænski hljómsveitarstjórinn Marit Strindlund sækir hljómsveitina heim í fyrsta sinn en hún hefur verið atkvæðamikill óperustjórnandi í Skandinavíu og víðar ásamt því að vinna við ballettuppfærslur um árabil í Covent Garden.
Viðburðurinn var upphaflega á dagskrá 25. apríl 2020 en var frestað vegna samkomubanns. Miðahafar sem áttu miða á viðburðinn þá eiga sjálfkrafa miða í sömu sætum á nýrri dagsetningu.