EN

Hvar er húfan mín?

Tónlist úr Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
15. maí 2021 » 14:00 - 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr.
15. maí 2021 » 16:00 - 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr.
16. maí 2021 » 14:00 - 15:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr.
16. maí 2021 » 16:00 - 17:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr.
  • Efnisskrá

    Tónlist eftir Thorbjörn Egner og Christian Hartmann úr Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Einsöngvarar

    Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Sigurður Þór Óskarsson

  • Kór

    Skólakór Kársness
    Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir kórstjóri

  • Útsetningar

    Jóhann G. Jóhannsson

„Hvar er húfan mín?“, „Ja, fussum svei!“, „Dvel ég í draumahöll“, „Þegar piparkökur bakast“ og fjölmörg önnur kunnugleg lög úr heimahögum Kaspers og Jespers og Jónatans, Soffíu frænku, Lilla klifurmúsar og Mikka refs hljóma nú í fyrsta sinn í Eldborg í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sögurnar og söngvarnir hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil og eru söngvar og persónur Thorbjörns Egners meðal okkar skemmtilegustu og tryggustu heimilisvina.

Gestgjafar á þessum litríku fjölskyldutónleikum verða hinir landsþekktu leikarar og söngvarar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gestsson, Valur Freyr Einarsson og Sigurður Þór Óskarsson ásamt Skólakór Kársness. Sinfóníuhljómsveitin okkar tekst nú á hendur stórkostlega skemmtilegt ferðalag til Kardemommubæjar og Hálsaskógar þar sem góð samskipti og fallegar lífsreglur eru lagðar í hvívetna. Lögin hljóma í nýjum og glæsilegum útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar, sem er landskunnur fyrir störf sín við leikhústónlist og er sjálfur höfundur tónlistarinnar í Skilaboðaskjóðunni vinsælu.

Hljómsveit Kardemommubæjar, eða Skólahljómsveit Austurbæjar sem Björg Brjánsdóttir stjórnar, marserar um Hörpu fyrir tónleikana og leikur skemmtileg lög úr Kardemommubænum. Opið er í veitingasölunni í Hörpuhorni fyrir tónleika þar sem hægt er að kaupa svala drykki og slikkerí.

Viðburðurinn var upphaflega á dagskrá 25. apríl 2020 en var frestað vegna samkomubanns. Miðahafar eiga sjálfkrafa miða á nýrri dagsetningu.

Takmarkað sætaframboð á tónleikana
Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 150 tónleikagesti í hverju sóttvarnarhólfi. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagestaáður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.