EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

fyrir alla fjölskylduna

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
11. des. 2021 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.200 – 3.800
11. des. 2021 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.200 – 3.800
12. des. 2021 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.200 – 3.800
12. des. 2021 » 16:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.200 – 3.800
  • Efnisskrá

    Hrafnkell Orri Egilsson Norrænn jólaforleikur
    Lag frá 14. öld Sjá himins opnast hlið
    Pjotr Tsjajkovskíj Rússneski dansinn úr Hnotubrjótnum
    Ron Miller, Bryan Wells Yfir fannhvíta jörð
    Íslenskt þjóðlag Gilsbakkaþula
    Ingibjörg Þorbergs Hin fyrstu jól
    Spænskt lag Á jólunum er gleði og gaman
    Jón Sigurðsson, Jóhanna G. Erlingson Jólin alls staðar
    Pjotr Tsjajkovskíj Dans snjókornanna úr Hnotubrjótnum
    Franz Gruber Heims um ból

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einsöngvarar

    Bryndís Guðjónsdóttir
    Valdimar Guðmundsson
    Kolbrún Völkudóttir

  • Kórar

    Stúlknakór Reykjavíkur
    Aurora
    Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
    Táknmálskórinn Litlu sprotarnir

  • Dansarar

    úr Listdansskóla Íslands

  • Kynnir

    Trúðurinn Aðalheiður

  • Aðrir

    Flautuhópur úr Skólahljómsveit Kópavogs, Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar
    Gítarhópur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Gullfallegir jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands vekja jafnan eftirvæntingu og gleði. Tónleikarnir eru hlaðnir minningabrotum bernskunnar þar sem ilmur af nýbökuðum piparkökum og greniangan er allsráðandi. Syrpa norrænna jólalaga ásamt sígildum söngperlum og eftirlætislögum hljóma í flutningi valinkunnra söngvara ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og táknmálskórnum Litlu sprotunum. Klassískir ballettdansarar dansa við tónlist Tsjajkovskíjs og flautukór ásamt gítarhópi og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja hugljúfa hátíðartónlist og hringja inn jólin. Kynnir er trúðurinn Aðalheiður en hún er besta vinkona Völu Kristínar Eiríksdóttur leikkonu. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.

Tónleikarnir eru tæpur klukkutími að lengd.

Sækja tónleikaskrá