EN

Maraþontónleikar með Jóni Jónssyni

Opið hús á Menningarnótt

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
20. ágú. 2022 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa
  • Miðar:

    Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á sinfonia.is eða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11:00. Öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.

  • Hljómsveitarstjóri

    Kornilios Michailidis

  • Kynnir

    Jón Jónsson

Á seinni tónleikunum á Menningarnótt kynnir Jón Jónsson klassíska hlaupalagalistann með dyggri aðstoð hljómsveitarinnar en Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið í 37. sinn þennan dag. Margir meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa tekið þátt í hlaupinu undanfarin ár og fjölmargir hlauparar eru dyggir áheyrendur sinfónískrar tónlistar. Leikin verður fjörmikil og hressileg tónlist til heiðurs þeim sem lokið hafa hlaupi þennan dag – en einnig öllum hinum sem fylgdust með af hliðarlínunni og hvöttu sitt fólk til dáða. 

Þetta verða bráðskemmtilegir tónleikar sem öll fjölskyldan getur notið saman og hver veit nema að Jón Jónsson taki einnig lagið með stærstu hljómsveit landsins. 

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á
sinfonia.is eða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11:00. Öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir. 
Vinsamlega athugið að hver og einn getur að hámarki bókað 4 miða.