EN

Mattila syngur Wagner

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
15. mar. 2018 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.

Karita Mattila er ein skærasta söngstjarna Norðurlanda. Á löngum og viðburðaríkum ferli hefur þessi finnska sópransöngkona meðal annars sungið leiðandi hlutverk við Metropolitan, Covent Garden og Bastillu-óperuna. Hún hefur tvívegis hlotið Grammy-verðlaun og árið 2005 valdi tímaritið Musical America hana tónlistarmann ársins. Árið 2007 gerði BBC Music Magazine lista yfir 20 bestu sópransöngkonur síðustu 100 ára og Mattila komst vitaskuld þar á blað. 

Mattila syngur nú í fyrsta sinn á Íslandi og túlkar munúðarfulla ástarsöngva sem Wagner samdi við ljóð ástkonu sinnar Mathilde Wesendonck. Þetta er einstakt tækifæri til að heyra eina fremstu sópransöngkonu samtímans.

Yan Pascal Tortelier er sannarlega á heimavelli þegar kemur að franskri tónlist og á tónleikunum hljómar eitt af eftirlætisverkum hans. Draumórasinfónían eftir Berlioz er lykilverk rómantíkurinnar í tónlist, ævintýraleg lýsing á ástarraunum ungs skálds sem að lokum grípur til örþrifaráða. 

Sækja tónleikaskrá