EN

Maxímús heimsækir hljómsveitina

Litli tónsprotinn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
28. sep. 2024 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.000 - 3.700 kr.
  • Efnisskrá

    Hallfríður Ólafsdóttir Maxímús heimsækir hljómsveitina

  • Hljómsveitarstjóri

    Ross Jamie Collins

  • Sögumaður

    Valur Freyr Einarsson

  • Myndir

    Þórarinn Már Baldursson

Sagan um Maxímús Músíkús er eitt ástsælasta tónlistarævintýri þjóðarinnar og hefur raunar farið um allan heim við mikla hrifningu. Músin góða villist inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hún kynnist tónlistinni af eigin raun og leiðir hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar. Höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús er Hallfríður Ólafsdóttir en hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi. Þórarinn Már Baldursson víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands myndskreytir sögurnar. Ævintýrið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun og verið þýtt á fjölda tungumála.

Tónlistin sem hljómar á tónleikunum er úr ýmsum áttum og má þar nefna Bolero eftir Maurice Ravel, Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns og að sjálfsögðu Lagið hans Maxa.

Tónleikarnir eru frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Sækja tónleikaskrá