EN

Myndir á sýningu

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
18. jan. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
 • Efnisskrá

  Alberto Ginastera Fjórir dansar úr Estancia
  Anna Clyne Dance, sellókonsert
  Modest Músorgskíj Myndir á sýningu (úts. Maurice Ravel)

 • Hljómsveitarstjóri

  Emilia Hoving

 • Einleikari

  Senja Rummukainen

Tónleikakynning » 18. jan. kl. 18:00

Efnisskrá þessara fjörmiklu tónleika stefnir saman ólíkum listformum en þeir hefjast á fjórum dönsum úr balletti argentínska tónskáldsins Alberto Ginastera, þar sem hinir suður-amerísku gaucho-kúrekar eru aðalsöguhetjurnar. Sellókonsert Önnu Clyne, Dance, sækir á hinn bóginn í ljóð persneska ljóðskáldsins Rumi og ber hver fimm þátta hans titil úr ljóðum hans. „Ég man ekki hvenær ég táraðist síðast yfir samtímaverki,“ skrifaði gagnrýnandi Gramophone um verk Clyne sem frumflutt var 2019, en það hlaut fádæmagóðar viðtökur fyrir hrífandi fagrar laglínur, fáguð litbrigð í hljómsveitarskrifum og mikla tilfinningalega dýpt. 

Eftir hlé hljómar eitt frægasta verk Modests Mússorgskíjs, Myndir á sýningu. Mússorgskíj samdi verkið upphaflega fyrir píanó og byggði á myndum hins nýlátna vinar síns, listmálarans Viktors Hartmanns. Verkið leiðir hlustandann á eins konar göngu um sýningu þar sem staldrað er við áhrifamiklar myndir sem tendra ímyndunaraflið með vísunum í ævintýri, þjóðsögur og sögufræga staði. Útsetning Maurice Ravel fyrir sinfóníuhljómsveit er snilldarleg og bætir við enn einni vídd í þetta stórbrotna verk. 

Sækja tónleikaskrá