EN

Örlagasinfónía Beethovens

Í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og Rás 1

Dagsetning Staðsetning Verð
23. sep. 2020 » 20:00 Eldborg | Harpa 2.600 - 8.100 kr.
Kaupa miða

Fimmta sinfónía Beethovens er ein frægasta og áhrifamesta sinfónía allra tíma, stórbrotin tjáning á örlagaríkri glímu sem leiðir á endanum til sigurs. Eva Ollikainen, nýskipaður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar verkinu. 

Einnig hljómar Aeriality, eitt mest flutta verk Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Anna er eitt virtasta samtímatónskáld heims og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, sem eru leikin af fremstu tónlistarhópum um víða veröld. 

Miðasala er hafin á tónleikana
Í ljósi rýmkunar á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú boðið gestum aftur í sal. Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og fjarlægðamörk milli gesta verða virt.

Tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og útvarpað á Rás 1.