EN

Örlagasinfónía Beethovens

 • 1. mar. » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Jónas Tómasson Sinfóníetta II
  Robert Schumann Fiðlukonsert
  Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 5, Örlagasinfónían

 • Hljómsveitarstjóri

  Eivind Aadland

 • Einleikari

  Baiba Skride

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 1. mar. kl. 18:00

Örlagasinfónía Beethovens er einhver kunnasta tónsmíð allra tíma. „Þannig knýja örlögin dyra“ á Beethoven að hafa sagt um upphafstónana frægu. Á þessum tónleikum hljómar sinfónían í túlkun norska hljómsveitarstjórans Eivinds Aadland en hann þykir ná frábærum árangri með hljómsveitinni.

Lettneska fiðlustjarnan Baiba Skride kom í fyrsta sinn til Íslands árið 2015 og lék konsert Beethovens af slíku listfengi að henni var umsvifalaust boðið aftur. Nú leikur hún sjaldheyrðan fiðlukonsert Schumanns, eitt síðasta verkið sem tónskáldið festi á blað. 

Konsertinn mátti bíða í meira en 80 ár þar til hann hljómaði í fyrsta sinn og það var ekki fyrr en fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin tók verkið upp á sína arma að það var tekið í tölu meistaraverka Schumanns. Nú hljómar þessi gleymdi konsert í fyrsta sinn á Íslandi.

Jónas Tómasson er mikilvirkt tónskáld og hefur meðal annars samið nokkrar sinfóníettur þar sem hann sækir innblástur í íslenska náttúru. Hér hljómar í fyrsta sinn Sinfóníetta II sem ber undirheitið „Laxárdalur – til Siggu“ og er tileinkuð Sigríði Ragnarsdóttur, eiginkonu tónskáldsins.