EN

Portrett af Leilu Josefowicz

Einleikstónleikar í Föstudagsröðinni

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
12. jan. 2024 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 4.200 kr.
Hlusta
  • Efnisskrá

    Matthias Pintscher La linea evocativa: Teikning fyrir einleiksfiðlu
    Johann Sebastian Bach Partíta fyrir einleiksfiðlu nr. 2

  • Einleikari

    Leila Josefowicz

„Tvö snilldarleg einleiksverk fyrir fiðlu, aðskilin af 250 árum.“ Þannig lýsir Leila Josefowicz, fiðluleikari og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á yfirstandandi starfsári verkunum tveimur sem hljóma á þessum stuttu og grípandi föstudagstónleikum í Norðurljósum. Matthias Pintscher er í fremstu röð þýskra samtímatónskálda og eru verk hans flutt um allan heim. La linea evocativa er innblásið af verkum myndlistarmannsins George Condo og frumflutti Leila Josefowicz það í galleríi þar sem verk hans voru til sýnis í New York árið 2020. 

Partítur Bachs fyrir einleiksfiðlu eru ekki síður framsækin tónlist þegar þær eru skoðaðar frá réttu sjónarhorni, en í þeim leikur Bach sér að möguleikum fiðlunnar til þess að skapa fjölradda tónlist, auk þess sem hann fléttar saman stórbrotnum laglínum og hrífandi dansrytmum. Að loknum flutningi situr Leila Josefowicz fyrir svörum og gefst tónleikagestum því einstakt tækifæri til þess að kynnast hinni hliðinni á þessum einstaka listamanni. 

Sækja tónleikaskrá