EN

Aflýst: Sibelius og Beethoven

Dagsetning Staðsetning Verð
19. nóv. 2020 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Aflýst
 • Efnisskrá

  Outi Tarkiainen Songs of the Ice, frumflutningur
  Ludwig van Beethoven Rómansa í F-dúr op. 50
  George Walker Lyric fyrir strengjasveit
  Matthew Hightower Túbukonsert
  Jean Sibelius Dóttir norðursins

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikarar

  Una Sveinbjarnardóttir fiðla
  Nimrod Ron túba

Í ljósi samkomutakmarkana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsatónleikunum. Miðahafar geta nýtt upphæðina á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Nýtt og gamalt fléttast listilega saman á þessari efnisskrá sem spannar allt frá Beethoven til nýrrar tónlistar. Outi Tarkianen er fædd í Lapplandi og hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, meðal annars tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Nýjasta verk hennar er innblásið af ís á Norðurslóðum og hægu ferli árstíðanna.

Hin ljóðræna fiðlurómansa Beethovens hljómar í flutningi Unu Sveinbjarnardóttur, og nýlegur túbukonsert bandaríska tónskáldsins Matthew Hightower í flutningi Nimrods Ron, en bæði eru fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í hópi fremstu tónlistarmanna hér á landi. 

George Walker var fyrsta svarta tónskáldið til að hljóta Pulitzer-verðlaunin í tónlist og Lyric fyrir strengi er hans þekktasta verk, ljóðrænt og innilegt. Tónleikunum lýkur á norðurslóðum, með meistaraverki Sibeliusar sem sótti innblástur í finnsk þjóðkvæði og goðsagnir.

Miðasala er hafin á tónleikana
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna er miðaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.