EN

Skógarkyrrð með Sæunni

Föstudagsröð

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
30. sep. 2022 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
Hlusta
  • Efnisskrá

    Veronique Vaka Neige éternelle: 1.
    Jane Antonia Cornish 3 Nocturnes
    Pierre Boulez Messagesquisse
    Antonín Dvořák Skógarkyrrð

  • Hljómsveitarstjóri

    Nathanaël Iselin

  • Einleikari

    Sæunn Þorsteinsdóttir

  • Sellóleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sæunn Þorsteinsdóttir, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á yfirstandandi starfsári, er ötull boðberi nýrrar tónlistar en einnig í stöðugum og frjóum tengslum við hefðina. Á þessum tónleikum í Föstudagsröð Sinfóníunnar leiðir hún áheyrendur í spennandi óvissuferð um heillandi hljóðheim sellósins á klukkustundarlöngum tónleikum í Norðurljósum,  en efnisskráin rúmar meðal annars Skógarkyrrð Dvořáks, glænýtt einleiksverk fyrir selló eftir Veronique Vöku og hið grípandi og kraftmikla verk Pierre Boulez Messagesquisse fyrir einleiksselló og sex meðleiksselló. 

Þá hljóma tvö verk ungra kventónskálda sem vakið hafa mikla athygli undanfarin ár. Með Sæunni leika sellóleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands en um tónsprotann heldur staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Nathanaël Iselin.

Sækja tónleikaskrá