EN

Til hamingju með afmælið Beethoven!

Fjölskyldutónleikar á RÚV og Rás 1

Dagsetning Staðsetning Verð
10. sep. 2020 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa útsending á RÚV

Til hamingju með afmælið, Beethoven!

Skemmtilegir og líflegir fjölskyldutónleikar þar sem haldið er upp á 250 ára afmæli Beethovens, eins mesta tónskálds sögunnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til afmælisveislu og rifjar upp hver þessi óvenjulegi maður var og hvers konar tónlist hann samdi.

Á þessum tónleikum hljómar fjölbreytt úrval af meistaraverkum Beethovens og leikur hljómsveitin brot úr vinsælustu verkum hans. Þrír ungir og efnilegir einleikarar koma fram á tónleikunum, tveir píanistar og einn fiðluleikari. Tónleikunum lýkur svo með risakór íslenskra ungmenna sem flytja Gleðisönginn, nýja útgáfu af Óðinum til gleðinnar við texta Braga Valdimars Skúlasonar, í útsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur. Hljómsveitarstjóri afmælisveislunnar er Bjarni Frímann Bjarnason og kynnir er Ólafur Egill Ólafsson leikari og leikstjóri.

Hér má nálgast texta og nótur af Gleðisöngnum. 

Tónleikarnir verða sýndir kl. 20 á RÚV og útvarpað á Rás 1.