EN

Tónleikar í Reykjanesbæ

Landshorna á milli

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 3. sep. 2019 » 19:30 Hjómahöllinni í Reykjanesbæ Aðgangur ókeypis

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika fyrir opnu húsi í Hljómahöll Reykjanesbæjar þriðjudaginn 3. september. Tónleikarnir eru jafnframt upptaktur að Ljósanótt sem haldin er hátíðlega í Reykjanesbæ dagana þar á eftir. Á tónleikunum flytur sópransöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljómsveitinni en hún hefur sungið víða, meðal annars aðalhlutverkið í Toscu í rómaðri sýningu í Keflavíkurkirkju árið 2011, og hún kennir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Á tónleikunum hljóma einnig valdir kaflar úr vinsælli leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, meðal annars Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs. Stefán Jón Bernharðsson, sem leiðir horndeild Sinfóníuhljómsveitarinnar, leikur einleik í hornkonserti sem Mozart samdi á hátindi ferils síns, um svipað leyti og hann samdi óperuna Brúðkaup Fígarós. Tónleikunum lýkur með hinni stórfenglegu fimmtu sinfóníu Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar.