EN

Ungir einleikarar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
11. jan. 2018 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 4.300 kr.
  • Efnisskrá

    George F. Händel Tornami a vagheggiar, úr Alcinu
    W.A. Mozart Der hölle Rache, úr Töfraflautunni
    Giuseppe Verdi La traviata, forleikur
    Vincenzo Bellini Ah! Non giunge, úr La sonnambula
    Richard Strauss Hornkonsert nr. 2
    Georg Philipp Telemann Víólukonsert
    Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Daniel Raiskin

  • Einleikarar

    Bryndís Guðjónsdóttir, sópran, Guðmundur Andri Ólafsson, horn, Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla, Romain Þór Denuit, píanó

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemningin á tónleikunum sjálfum er engu lík.

Einleikarakeppnin fór fram helgina 28.-29. október. Alls tóku 23 ungir einleikarar þátt og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni. Það voru þau Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari, Bryndís Guðjónsdóttir sópran, Guðmundur Andri Ólafsson hornleikari og Romain Þór Denuit píanóleikari.

Það verður spennandi að sjá þessa ungu og upprennandi tónlistarmenn stíga á svið með hljómsveitinni í Eldborg í Hörpu.

Námsmenn geta keypt miða á 1.700 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. 

Nánar um skólakort Sinfóníunnar 

Sækja tónleikaskrá