EN

Ungir einleikarar

 • 11. jan. » 19:30 Eldborg | Harpa 2.600 - 4.300 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  George Frideric Händel Tornami a vagheggiar, úr Alcinu
  W.A. Mozart Der hölle Rache, úr Töfraflautunni
  Giuseppe Verdi La traviata, forleikur
  Vincenzo Bellini Ah! Non giunge, úr La sonnambula
  Richard Strauss Hornkonsert nr. 2 í Es-dúr
  Georg Philipp Telemann Víólukonsert í G-dúr
  Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 3

 • Hljómsveitarstjóri

  Daniel Raiskin

 • Einleikarar

  Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari
  Bryndís Guðjónsdóttir, einsöngvari
  Guðmundur Andri Ólafsson, hornleikari
  Romain Þór Denuit, píanóleikari

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitinni á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemningin á tónleikunum sjálfum er engu lík. Einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands fer fram á haustmánuðum 2017 og í kjölfarið verða nöfn sigurvegaranna birt hér á vef hljómsveitarinnar. 

Einleikarakeppnin fór fram helgina 28.-29. október. Alls tóku 23 ungir einleikarar þátt og stunda þeir allir söng- eða hljóðfæranám á bakkalárstigi. Fjórir urðu hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni og koma fram með Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikunum. Það voru þau Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari, Bryndís Guðjónsdóttir, sópran, Guðmundur Andri Ólafsson, hornleikari og Romain Þór Denuit, píanóleikari.

Það verður spennandi að sjá þessa ungu og upprennandi tónlistarmenn stíga á svið með hljómsveitinni í Eldborg í Hörpu.

Námsmenn geta keypt miða á 1.700 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. 

Nánar um skólakort Sinfóníunnar