EN

Ungsveitin spilar Rakhmanínov

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
25. sep. 2022 » 17:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 4.900 kr.

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands var stofnuð árið 2009 og er einn af máttarstólpunum í hljómsveitarstarfi ungs tónlistarfólks á Íslandi. Ár hvert safnast tæplega hundrað ungmenni saman og flytja eitt af meistaraverkum tónlistarsögunnar.

Að þessu sinni hljómar eitt dáðasta síð-rómantíska verk allra tíma, önnur sinfónía Rakhmanínovs, en verkið hefur verið fastagestur á efnisskrám hljómsveita um allan heim frá því það hljómaði fyrst árið 1908. Á tónsprotanum heldur Kornilios Michailidis og stjórnar hann nú Ungsveitinni í fyrsta sinn.