Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
26. sep. 2021 » 17:00 » Sunnudagur | Eldborg | Harpa | 3.800 – 4.800 kr. | ||
Hlusta |
-
Efnisskrá
-
Hljómsveit
-
Hljómsveitarstjóri
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands er einn af máttarstólpunum í hljómsveitarstarfi ungs tónlistarfólks á Íslandi. Sveitin hélt sína fyrstu tónleika haustið 2009 og síðan hafa tæplega hundrað ungmenni safnast saman undir merkjum Ungsveitarinnar ár hvert, með undraverðum árangri. Ungsveit SÍ var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2017 og hélt síðast upp á 10 ára afmæli sitt með flutningi á Níundu sinfóníu Beethovens.
Í ár er viðfangsefni Ungsveitarinnar sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Þetta er eitt glæsilegasta hljómsveitarverk finnska meistarans, fullt af tilþrifamiklum stefjum sem vaxa að glæsilegum hápunkti lokaþáttarins. Á tónsprotanum heldur Eva Ollikainen, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, en hún gjörþekkir tónlist Sibeliusar og stjórnar nú Ungsveitinni í fyrsta sinn.
Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.900 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu.