EN

Vínartónleikar

Nýárstónleikar Sinfóníunnar

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
  • 4. jan. 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 3.500 - 8.500 kr.
  • 5. jan. 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 3.500 - 8.500 kr.
  • 6. jan. 2018 » 16:00 Eldborg | Harpa 3.500 - 8.500 kr.
  • 6. jan. 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 3.500 - 8.500 kr.
  • Kaupa miða
Tónleikakynning í Hörpuhorni » 4. jan. kl. 18:00

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars spænskur vals og ungverskur dans. Einnig hljóma vinsælar óperettuaríur og dúettar, til dæmis Da geh ich zu Maxim úr Kátu ekkjunni og hið sívinsæla Wien, Wien, nur Du allein. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ. Danshöfundur er Lára Stefánsdóttir.

Valgerður Guðnadóttir hefur einstaka rödd og útgeislun á sviði hvort sem hún fer með hlutverk Maríu í Söngvaseið eða Papagenu í Töfraflautunni. Hún syngur nú á Vínartónleikum Sinfóníunnar í fyrsta sinn. Kolbeinn Ketilsson er einn fremsti tenórsöngvari Íslands og syngur í óperuhúsum víða um heim, meðal annars í París, Genf og München. Hann hefur sungið flest veigamestu hlutverk óperubókmenntanna en honum er líka tamt að slá á léttari strengi. Vínartónlistina þekkir hann eins og lófann á sér enda stundaði hann á sínum tíma nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Bandaríski stjórnandinn Karen Kamensek hefur einnig starfað við Volksoper í Vínarborg og er sérlega innblásinn túlkandi þeirra Strauss og félaga. 

Sækja tónleikaskrá