EN

Von Otter og Tortelier

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
  • 21. mar. 2019 » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.800 kr.
  • Kaupa miða
Tónleikakynning í Hörpuhorni » 21. mar. kl. 18:00

Anne Sofie von Otter er ein dáðasta söngstjarna Norðurlanda. Hún hefur á viðburðaríkum ferli sungið með öllum helstu hljómsveitarstjórum heims, meðal annars Claudio Abbado, Georg Solti, Bernard Haitink og John Eliot Gardiner, og hefur unnið til bæði Gramophone- og Grammy-verðlauna fyrir geisladiska sína. Á þessum tónleikum flytur hún heillandi útsetningar Josephs Canteloube á frönskum þjóðlögum sem eru hans kunnasta verk og hefur náð miklum vinsældum í flutningi söngkvenna á borð við Victoriu de los Angeles og Kiri Te Kanawa.

Tónleikarnir hefjast með sprellfjörugri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar fyrir klarínett og hljómsveit á hinu vinsæla Rondo alla Turca eftir Mozart. Eftir hlé hljómar eina sinfónía Bizets, meistaraverk sem hann samdi aðeins 17 ára gamall. Enn í dag er þetta ein frægasta sinfónía fransks tónskálds og vitnisburður um ótvíræða snilligáfu hans. Í kjölfar tónleikanna mun Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðrita verkið til útgáfu hjá Chandos-forlaginu. Franskir tónar eru eru meginuppistaða þessara tónleika og þar er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, á algjörum heimavelli.