EN

Yrkja - uppskerutónleikar

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
 • 26. jan. 2018 » 12:00 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
 • Efnisskrá

  Gísli Magnússon Akvocirkulado (frumflutningur)
  Veronique Vaka Jacques Rift (frumflutningur)

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Kynnir

  Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Verkefnið miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt í Yrkju og þannig gefið ungum tónskáldum tækifæri til að kynnast hljómsveitinni í návígi. Nú efnir hljómsveitin til slíks samstarfs í þriðja sinn. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum Sinfóníunnar völdu þau Gísla Magnússon og Veronique Vöku Jacques til þátttöku í ár. Þau hafa starfa með hljómsveitinni í níu mánuði og þannig fengið tækifæri til að þróa færni sína í að semja fyrir hljómsveit.

Verk þeirra verða frumflutt á hádegistónleikum á Myrkum músíkdögum og munu Elísabet Indra Ragnarsdóttir einnig spjalla við tónskáldin um verkin og tilurð þeirra.

Daníel Bjarnason staðarlistamaður hefur veg og vanda af verkefninu. Hann leiðir vinnustofur með tónskáldunum og stjórnar auk þess tónleikunum þar sem verkin hljóma fullmótuð.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Sækja tónleikaskrá