EN

Tónleikar & miðasala

febrúar 2019

Opin æfing 28. feb. 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 28. feb. 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Brantelid leikur Elgar 28. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Danski sellóleikarinn Andreas Brantelid vann hug og hjörtu íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016. Einn gagnrýnandi kvaðst „aldrei hafa heyrt jafnvel spilað á selló“ og að túlkunin á sellókonsert Dvořáks hafi verið framúrskarandi. Nú snýr Brantelid aftur með annað vinsælt meistaraverk í farteskinu. Tilfinningaþrunginn sellókonsert Elgars vekur í hugum margra minningu um sjóðheita túlkun Jacqueline du Pré. Brantelid hefur leikið þennan konsert með hljómsveitum um allan heim frá því hann var 14 ára gamall og þekkir hverja hendingu hans út og inn.

Í desember 2018 verður öld liðin frá fæðingu Jórunnar Viðar og af því tilefni flytur hljómsveitin eitt af tímamótaverkum hennar. Eldur var fyrsta sinfóníska tónsmíð íslenskrar konu og jafnframt fyrsti ballettinn sem settur var á svið hér á landi við íslenska tónlist. Finnski stjórnandinn Eva Ollikainen stjórnar sömuleiðis þriðju sinfóníu pólska meistarans Lutosławskis, sem hann samdi fyrir Chicago-sinfóníuna og Sir Georg Solti árið 1983. Þetta er almennt talin ein magnaðasta sinfónía frá seinni hluta 20. aldar og hlaut hún feykigóðar viðtökur þegar við frumflutninginn, auk þess sem tónskáldið fékk hin virtu Grawemeyer-verðlaun fyrir verkið árið 1985. 

  • Efnisskrá

    Jórunn Viðar Eldur
    Edward Elgar Sellókonsert
    Witold Lutosławski Sinfónía nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Andreas Brantelid