EN

Tónleikar & miðasala

febrúar 2019

Opin æfing 7. feb. 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 7. feb. 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Prokofíev og Brahms 7. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Rússneski píanistinn Denis Kozhukhin er ein skærasta píanóstjarna síðari ára. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 2010, aðeins 23 ára gamall, og á síðasta tónleikaári lék hann m.a. með heimsþekktum stjórnendum á borð við Daniel Barenboim og Simon Rattle. Hljóðritun hans á píanókonsertum eftir Tsjajkovskíj og Grieg hefur fengið mikið lof og var valin diskur mánaðarins hjá Gramophone. Kraftmikill píanóleikur hans sver sig í ætt við „rússneska skólann“ svonefnda og hentar tónlist Prokofíevs fullkomlega. Hér leikur Kozhukhin hinn glæsilega konsert nr. 2 sem gerir miklar kröfur um tæknilega færni og úthald einleikarans.

Atli Heimir Sveinsson fagnar áttræðisafmæli sínu í september 2018 og af því tilefni flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands eitt af hans sjaldheyrðari verkum. Atli samdi Infinitesimal Fragments of Eternity (Örsmá eilífðarbrot) fyrir Kammersveitina í St. Paul í Minnesota árið 1982 í tilefni af menningarhátíðinni Scandinavia Today. Fjórða sinfónía Brahms er stórfenglegt og safaríkt verk sem innblásið er af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Spænski hljómsveitarstjórinn Antonio Méndez vakti alþjóðlega athygli þegar hann vann til verðlauna í hinni virtu Malko keppni í Kaupmannahöfn árið 2012. Þegar hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2016 stóðu áheyrendur á öndinni, gagnrýnendur gáfu fimm stjörnur og sögðu tónleikana hafa verið „óaðfinnanlega“. 

  • Efnisskrá

    Atli Heimir Sveinsson Örsmá eilífðarbrot
    Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 2
    Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

  • Hljómsveitarstjóri

    Antonio Méndez

  • Einleikari

    Denis Kozhukhin